23.1.2008 | 22:16
Þú komst mjög illa fram við þennan hamstur!
Áhorfendur á Smíðaverkstæðinu voru upp til hópa afar brosmildir í kvöld að lokinni seinni forsýningunni á leikritinu Vígaguðinn. Verkið verður frumsýnt nk. föstudagskvöld en það sannaðist berlega nú áðan að þarna er á ferðinni krassandi stykki sem kitlar hláturtaugarnar verulega.
Viðfangsefni verksins eru þó grafalvarleg, þar er barist í þágu siðmenningarinnar, rökrætt um uppeldismál og ofbeldi auk þess sem persónurnar takast hatrammlega á um hjónabandið og dæma hvert annað miskunnarlaust. Af þessu má sko hafa heljarmikið gaman.
Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að kynna sér þetta skemmtilega verk. Um það má t.d. fræðast hér.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.