Roknaviðtökur Vígaguðsins

Leikritið Vígaguðinn sem sýnt er á Smíðaverkstæðinu um þessar mundir hefur fengið fína dóma hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Sei sei já!

Úr umfjöllun um sýninguna:


“Leikhúsinu til sóma... Eitt af þremur bestu leikverkunum á stórhöfuðborgarsvæðinu segir Jón Viðar”. (Forsíða DV 28/1) “...leikararnir...eiginlega hver öðrum betri”. (Jón Viðar Jónsson, DV 28/1)


“Samræðurnar eru firnavel skrifaðar og afhjúpa persónurnar skemmtilega… Þau eru frábær, öll fjögur … Þetta er hörkugóð sýning sem allir foreldrar munu njóta í botn!” (Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is, 3/2).

vigaguðinn

 “Litlu smáborgaralegu hjónin eru varla byrjuð að tala þegar salurinn fer að veltast um af hlátri… Þórunn Lárusdóttir…átti salinn, hún kann að teygja sig milli horna í heilu leikhúsi og leggja hvern fermetra undir sig… handrit Yasminu Reza er skemmtilegt… mörg hlægileg atvik og smellin tilsvör sem kitla hláturtaugarnar…” (Elísabet Brekkan, Fréttablaðið 29/1) 

vigagud_baldur
“Baldur Trausti er stjarna sýningarinnar…bráðfyndinn, reiður, kraftmikill, markmiðavæddur, óforskammaður og skemmtilegur… Það er vel að þessu verki staðið, höfundurinn er þekktur, verkið gott, leikstjórinn veldur leikurunum sínum vel og það skilar sér til áhorfenda í ánægjulegri kvöldstund”. (Börkur Gunnarsson, Viðskiptablaðið, 1./2).


“…æsispennandi áflog rándýra þar sem það breytist stöðugt hver hefur yfirhöndina... Ég hef ekki áður séð Eddu Björg Eyjólfsdóttur í sambærilegu hlutverki, en hún komst mjög vel frá því. Húmorinn komst vel til skila...” (Arndís Þórarinsdóttir, 24 stundir 6/2)

“Yasmina Reza skrifar sálfræðileg samtöl af eitruðum húmor og orðfimi sem afhjúpa haglega teiknaðar persónur... Þórunn Lárusdóttir á oft og tíðum stórleik”. (María Kristjánsdóttir, Morgunblaðið 27/1)
“Friðrik leysti þetta snöfurlega og uppskar mikinn hlátur hjá áhorfendum… Vígaguðinn er skemmtileg sýning og umhugsunarverð”. (Þorgerður Elín Sigurðardóttir, Víðsjá/RÚV 28/1)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband